Bílastæðin fyrir framan verk Gerðar á Tollhúsinu fá að fjúka Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 20:43 Mósaíkmyndin á Tollhúsinu við Tryggvagötu er líklegast þekktasta verk Gerðar Helgadóttur en það var afhjúpað í septembermánuði 1973. Fréttablaðið/pjetur Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði. Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði.
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira