Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 08:55 Salman krónprins er sagður hafa verið farinn að ergja sig yfir áhrifum Khashoggi þegar árið 2017. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira