Fundu konuna ískalda í hnipri í kuldanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 12:15 Hér sjást þeir Finnur Smári Torfason og Stephan Mamtler, björgunarmennirnir sem fundu konuna. Mynd/friðrik jónas Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“ Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49
Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40