Lögregla greinir frá því að 24 ára kona og 28 ára karlmaður séu í haldi vegna málsins og segir Guardian að um foreldra barnanna að ræða.
Riley Holt, átta ára, Keegan Unitt, sex ára, Tilly Rose Unitt, fjögurra ára og Olly Unitt, þriggja ára, létu öll lífið í brunanum sem varð í bænum Highfields.

Lögregla í Staffordskíri kveðst gera sér grein fyrir kröfu almennings um frekari upplýsingar en beinir því jafnframt til almennings að vera ekki með getgátur um hvað hafi gerst.
#LATEST We have arrested a 24-year-old woman and a 28-year-old man on suspicion of manslaughter by gross negligence following a house fire in Stafford on Tuesday. https://t.co/mHvKlwv5D0 pic.twitter.com/gM8Xd1Q4HERannsókn stendur enn yfir varðandi upptök eldsins.
— Staffordshire Police (@StaffsPolice) February 8, 2019