Beðið með sölu á lúxusíbúðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira