Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. janúar 2019 06:00 Úr þingsal. Einn Klaustursþingmanna má sjá vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Anton Brink Endurkoma síðustu klausturmanna á Alþingi er að leysa úr læðingi töluverða ólgu meðal þingmanna og innan þingflokka. Þótt búast megi við væntanlegri inngöngu Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar í Miðflokkinn á hverri stundu þarf það ekki að þýða að þingflokkur Miðflokksins stækki við það enda munu þeir þingmenn flokksins sem ekki tóku þátt í gleðskapnum á Klaustri skömmu fyrir jól, una illa sínum hlut. Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna og séu ekki síður landlausir í þinginu en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Heimildarmenn blaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokki telja hina landlausu Miðflokksmenn á leið þangað en Sjálfstæðismenn sjálfir sverja þá af sér og telja að rykið muni eitthvað setjast áður en hinir landlausu þingmenn söðli um og færi sig í aðra flokka enda samningsstaða þeirra of veik. Þá er alls óvíst hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gæti haft á þessa viðkvæmu stöðu í þinginu, en heimildir blaðsins herma að hann íhugi nú endurkomu í næstu viku.Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Heimildarmönnum Fréttablaðsins meðal þingmanna ber saman um að andrúmsloftið á Alþingi sé afar viðkvæmt. Þannig olli uppákoman í umhverfis- og samgöngunefnd í gær miklum titringi, ekki síst innan stjórnarmeirihlutans. Svo miklum raunar að þingflokksformenn sáu sig tilneydda til að senda fjölmiðlum yfirlýsingu og afneita stuðningi við formann nefndarinnar. Klaustursmálið virðist nú vera farið að þvælast töluvert fyrir stjórnarmeirihlutanum sem þarf á vinnufriði að halda. Heimildir herma að töluverðs leiða gæti í þingliði og grasrót VG vegna málsins og ekki síst vegna framgöngu karlmanna í þingliði flokksins, einkum þeirra Steingríms J. Sigfússonar þingforseta og Ara Trausta Guðmundssonar, sem studdi fyrrnefnda frávísun í umhverfis- og samgöngunefnd í gær. Áhrif atburða í þinginu undanfarna daga á samband Framsóknarflokks og Miðflokks eru nokkuð á huldu en mörgum kom á óvart að Líneik Anna Sævarsdóttir skyldi ekki styðja kynsystur sínar í umhverfis- og samgöngunefnd í gærmorgun, og sýna varaformanni sínum, Lilju Alfreðsdóttur, hollustu, heldur stilla sér upp með Jóni Gunnarssyni, þegar tillögunni um að formaður nefndarinnar viki sæti var vísað frá. Sjálf hefur Lilja hins vegar ekki gefið til kynna að henni hafi mislíkað. Enn liggur ekki fyrir hvort og hvenær breytingar verða gerðar í nefndum þingsins en til þess kemur þó örugglega ef breytingar verða á stærð þingflokka á næstu dögum eða vikum. Bergþór Ólason hefur þegar lýst því yfir að ef gera eigi breytingar á formennsku í hans nefnd hljóti að þurfa að taka upp allt samkomulag minnihlutans um nefndaskipan. Minnihlutinn fer með formennsku í tveimur nefndum auk umhverfis- og samgöngunefndar; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Skilja mátti orð Bergþórs þannig að Miðflokkur gæti allt eins tekið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi á annað borð að gera breytingar í nefndum. Þar er Helga Vala Helgadóttir fyrir á fleti en hún hefur haft sig mjög í frammi í Klaustursmálinu; annars vegar sem formaður fyrrgreindrar nefndar og hins vegar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær þegar hún lagði til að hinn umdeildi formaður viki sæti í nefndinni. Færi svo að samkomulag minnihlutans um formennsku í nefndum yrði allt tekið upp er hins vegar alls ekki ólíklegt að Samfylking tæki því fagnandi að skipta á formannsembættum við Miðflokkinn. Reykvíkingar yrðu enda eflaust ánægðir að fá Helgu Völu, þingmann Reykjavíkur, í formannssæti samgöngunefndar nú þegar til stendur að lækka opinber framlög til vegasamgangna á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert og fjármagna í staðinn með veggjöldum.Uppfært með yfirlýsingu Fréttablaðsins að neðan:Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem fjallað er um stöðu mála á Alþingi, er hvergi fullyrt að Sigurður Páll Jónsson sé á förum úr Miðflokknum. Fréttablaðið treystir heimildarmönnum sínum. Engu að síður er ljóst, miðað við fullyrðingar Sigurðar Páls í dag, að farið var of geyst í fréttaflutningi af túlkun þeirra á stöðu mála á Alþingi. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Sigurði Páli í gær, bæði símleiðis og í gegnum skilaboð. Þá staðreynd hefði auðvitað átt að taka fram í fréttaflutningi blaðsins. Fréttablaðið biðst velvirðingar á því að það var ekki gert. Í frétt sem þessari, þar sem fjallað er um stöðu einstakra þingmanna, þyrfti sjónarmið viðkomandi að koma fram. Fréttablaðið reyndi að fá þau sjónarmið, án árangurs. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Endurkoma síðustu klausturmanna á Alþingi er að leysa úr læðingi töluverða ólgu meðal þingmanna og innan þingflokka. Þótt búast megi við væntanlegri inngöngu Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar í Miðflokkinn á hverri stundu þarf það ekki að þýða að þingflokkur Miðflokksins stækki við það enda munu þeir þingmenn flokksins sem ekki tóku þátt í gleðskapnum á Klaustri skömmu fyrir jól, una illa sínum hlut. Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna og séu ekki síður landlausir í þinginu en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Heimildarmenn blaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokki telja hina landlausu Miðflokksmenn á leið þangað en Sjálfstæðismenn sjálfir sverja þá af sér og telja að rykið muni eitthvað setjast áður en hinir landlausu þingmenn söðli um og færi sig í aðra flokka enda samningsstaða þeirra of veik. Þá er alls óvíst hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gæti haft á þessa viðkvæmu stöðu í þinginu, en heimildir blaðsins herma að hann íhugi nú endurkomu í næstu viku.Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Heimildarmönnum Fréttablaðsins meðal þingmanna ber saman um að andrúmsloftið á Alþingi sé afar viðkvæmt. Þannig olli uppákoman í umhverfis- og samgöngunefnd í gær miklum titringi, ekki síst innan stjórnarmeirihlutans. Svo miklum raunar að þingflokksformenn sáu sig tilneydda til að senda fjölmiðlum yfirlýsingu og afneita stuðningi við formann nefndarinnar. Klaustursmálið virðist nú vera farið að þvælast töluvert fyrir stjórnarmeirihlutanum sem þarf á vinnufriði að halda. Heimildir herma að töluverðs leiða gæti í þingliði og grasrót VG vegna málsins og ekki síst vegna framgöngu karlmanna í þingliði flokksins, einkum þeirra Steingríms J. Sigfússonar þingforseta og Ara Trausta Guðmundssonar, sem studdi fyrrnefnda frávísun í umhverfis- og samgöngunefnd í gær. Áhrif atburða í þinginu undanfarna daga á samband Framsóknarflokks og Miðflokks eru nokkuð á huldu en mörgum kom á óvart að Líneik Anna Sævarsdóttir skyldi ekki styðja kynsystur sínar í umhverfis- og samgöngunefnd í gærmorgun, og sýna varaformanni sínum, Lilju Alfreðsdóttur, hollustu, heldur stilla sér upp með Jóni Gunnarssyni, þegar tillögunni um að formaður nefndarinnar viki sæti var vísað frá. Sjálf hefur Lilja hins vegar ekki gefið til kynna að henni hafi mislíkað. Enn liggur ekki fyrir hvort og hvenær breytingar verða gerðar í nefndum þingsins en til þess kemur þó örugglega ef breytingar verða á stærð þingflokka á næstu dögum eða vikum. Bergþór Ólason hefur þegar lýst því yfir að ef gera eigi breytingar á formennsku í hans nefnd hljóti að þurfa að taka upp allt samkomulag minnihlutans um nefndaskipan. Minnihlutinn fer með formennsku í tveimur nefndum auk umhverfis- og samgöngunefndar; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Skilja mátti orð Bergþórs þannig að Miðflokkur gæti allt eins tekið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi á annað borð að gera breytingar í nefndum. Þar er Helga Vala Helgadóttir fyrir á fleti en hún hefur haft sig mjög í frammi í Klaustursmálinu; annars vegar sem formaður fyrrgreindrar nefndar og hins vegar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær þegar hún lagði til að hinn umdeildi formaður viki sæti í nefndinni. Færi svo að samkomulag minnihlutans um formennsku í nefndum yrði allt tekið upp er hins vegar alls ekki ólíklegt að Samfylking tæki því fagnandi að skipta á formannsembættum við Miðflokkinn. Reykvíkingar yrðu enda eflaust ánægðir að fá Helgu Völu, þingmann Reykjavíkur, í formannssæti samgöngunefndar nú þegar til stendur að lækka opinber framlög til vegasamgangna á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert og fjármagna í staðinn með veggjöldum.Uppfært með yfirlýsingu Fréttablaðsins að neðan:Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem fjallað er um stöðu mála á Alþingi, er hvergi fullyrt að Sigurður Páll Jónsson sé á förum úr Miðflokknum. Fréttablaðið treystir heimildarmönnum sínum. Engu að síður er ljóst, miðað við fullyrðingar Sigurðar Páls í dag, að farið var of geyst í fréttaflutningi af túlkun þeirra á stöðu mála á Alþingi. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Sigurði Páli í gær, bæði símleiðis og í gegnum skilaboð. Þá staðreynd hefði auðvitað átt að taka fram í fréttaflutningi blaðsins. Fréttablaðið biðst velvirðingar á því að það var ekki gert. Í frétt sem þessari, þar sem fjallað er um stöðu einstakra þingmanna, þyrfti sjónarmið viðkomandi að koma fram. Fréttablaðið reyndi að fá þau sjónarmið, án árangurs.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12