Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. janúar 2019 06:00 Úr þingsal. Einn Klaustursþingmanna má sjá vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Anton Brink Endurkoma síðustu klausturmanna á Alþingi er að leysa úr læðingi töluverða ólgu meðal þingmanna og innan þingflokka. Þótt búast megi við væntanlegri inngöngu Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar í Miðflokkinn á hverri stundu þarf það ekki að þýða að þingflokkur Miðflokksins stækki við það enda munu þeir þingmenn flokksins sem ekki tóku þátt í gleðskapnum á Klaustri skömmu fyrir jól, una illa sínum hlut. Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna og séu ekki síður landlausir í þinginu en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Heimildarmenn blaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokki telja hina landlausu Miðflokksmenn á leið þangað en Sjálfstæðismenn sjálfir sverja þá af sér og telja að rykið muni eitthvað setjast áður en hinir landlausu þingmenn söðli um og færi sig í aðra flokka enda samningsstaða þeirra of veik. Þá er alls óvíst hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gæti haft á þessa viðkvæmu stöðu í þinginu, en heimildir blaðsins herma að hann íhugi nú endurkomu í næstu viku.Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Heimildarmönnum Fréttablaðsins meðal þingmanna ber saman um að andrúmsloftið á Alþingi sé afar viðkvæmt. Þannig olli uppákoman í umhverfis- og samgöngunefnd í gær miklum titringi, ekki síst innan stjórnarmeirihlutans. Svo miklum raunar að þingflokksformenn sáu sig tilneydda til að senda fjölmiðlum yfirlýsingu og afneita stuðningi við formann nefndarinnar. Klaustursmálið virðist nú vera farið að þvælast töluvert fyrir stjórnarmeirihlutanum sem þarf á vinnufriði að halda. Heimildir herma að töluverðs leiða gæti í þingliði og grasrót VG vegna málsins og ekki síst vegna framgöngu karlmanna í þingliði flokksins, einkum þeirra Steingríms J. Sigfússonar þingforseta og Ara Trausta Guðmundssonar, sem studdi fyrrnefnda frávísun í umhverfis- og samgöngunefnd í gær. Áhrif atburða í þinginu undanfarna daga á samband Framsóknarflokks og Miðflokks eru nokkuð á huldu en mörgum kom á óvart að Líneik Anna Sævarsdóttir skyldi ekki styðja kynsystur sínar í umhverfis- og samgöngunefnd í gærmorgun, og sýna varaformanni sínum, Lilju Alfreðsdóttur, hollustu, heldur stilla sér upp með Jóni Gunnarssyni, þegar tillögunni um að formaður nefndarinnar viki sæti var vísað frá. Sjálf hefur Lilja hins vegar ekki gefið til kynna að henni hafi mislíkað. Enn liggur ekki fyrir hvort og hvenær breytingar verða gerðar í nefndum þingsins en til þess kemur þó örugglega ef breytingar verða á stærð þingflokka á næstu dögum eða vikum. Bergþór Ólason hefur þegar lýst því yfir að ef gera eigi breytingar á formennsku í hans nefnd hljóti að þurfa að taka upp allt samkomulag minnihlutans um nefndaskipan. Minnihlutinn fer með formennsku í tveimur nefndum auk umhverfis- og samgöngunefndar; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Skilja mátti orð Bergþórs þannig að Miðflokkur gæti allt eins tekið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi á annað borð að gera breytingar í nefndum. Þar er Helga Vala Helgadóttir fyrir á fleti en hún hefur haft sig mjög í frammi í Klaustursmálinu; annars vegar sem formaður fyrrgreindrar nefndar og hins vegar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær þegar hún lagði til að hinn umdeildi formaður viki sæti í nefndinni. Færi svo að samkomulag minnihlutans um formennsku í nefndum yrði allt tekið upp er hins vegar alls ekki ólíklegt að Samfylking tæki því fagnandi að skipta á formannsembættum við Miðflokkinn. Reykvíkingar yrðu enda eflaust ánægðir að fá Helgu Völu, þingmann Reykjavíkur, í formannssæti samgöngunefndar nú þegar til stendur að lækka opinber framlög til vegasamgangna á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert og fjármagna í staðinn með veggjöldum.Uppfært með yfirlýsingu Fréttablaðsins að neðan:Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem fjallað er um stöðu mála á Alþingi, er hvergi fullyrt að Sigurður Páll Jónsson sé á förum úr Miðflokknum. Fréttablaðið treystir heimildarmönnum sínum. Engu að síður er ljóst, miðað við fullyrðingar Sigurðar Páls í dag, að farið var of geyst í fréttaflutningi af túlkun þeirra á stöðu mála á Alþingi. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Sigurði Páli í gær, bæði símleiðis og í gegnum skilaboð. Þá staðreynd hefði auðvitað átt að taka fram í fréttaflutningi blaðsins. Fréttablaðið biðst velvirðingar á því að það var ekki gert. Í frétt sem þessari, þar sem fjallað er um stöðu einstakra þingmanna, þyrfti sjónarmið viðkomandi að koma fram. Fréttablaðið reyndi að fá þau sjónarmið, án árangurs. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Endurkoma síðustu klausturmanna á Alþingi er að leysa úr læðingi töluverða ólgu meðal þingmanna og innan þingflokka. Þótt búast megi við væntanlegri inngöngu Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar í Miðflokkinn á hverri stundu þarf það ekki að þýða að þingflokkur Miðflokksins stækki við það enda munu þeir þingmenn flokksins sem ekki tóku þátt í gleðskapnum á Klaustri skömmu fyrir jól, una illa sínum hlut. Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna og séu ekki síður landlausir í þinginu en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Heimildarmenn blaðsins úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokki telja hina landlausu Miðflokksmenn á leið þangað en Sjálfstæðismenn sjálfir sverja þá af sér og telja að rykið muni eitthvað setjast áður en hinir landlausu þingmenn söðli um og færi sig í aðra flokka enda samningsstaða þeirra of veik. Þá er alls óvíst hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gæti haft á þessa viðkvæmu stöðu í þinginu, en heimildir blaðsins herma að hann íhugi nú endurkomu í næstu viku.Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Heimildarmönnum Fréttablaðsins meðal þingmanna ber saman um að andrúmsloftið á Alþingi sé afar viðkvæmt. Þannig olli uppákoman í umhverfis- og samgöngunefnd í gær miklum titringi, ekki síst innan stjórnarmeirihlutans. Svo miklum raunar að þingflokksformenn sáu sig tilneydda til að senda fjölmiðlum yfirlýsingu og afneita stuðningi við formann nefndarinnar. Klaustursmálið virðist nú vera farið að þvælast töluvert fyrir stjórnarmeirihlutanum sem þarf á vinnufriði að halda. Heimildir herma að töluverðs leiða gæti í þingliði og grasrót VG vegna málsins og ekki síst vegna framgöngu karlmanna í þingliði flokksins, einkum þeirra Steingríms J. Sigfússonar þingforseta og Ara Trausta Guðmundssonar, sem studdi fyrrnefnda frávísun í umhverfis- og samgöngunefnd í gær. Áhrif atburða í þinginu undanfarna daga á samband Framsóknarflokks og Miðflokks eru nokkuð á huldu en mörgum kom á óvart að Líneik Anna Sævarsdóttir skyldi ekki styðja kynsystur sínar í umhverfis- og samgöngunefnd í gærmorgun, og sýna varaformanni sínum, Lilju Alfreðsdóttur, hollustu, heldur stilla sér upp með Jóni Gunnarssyni, þegar tillögunni um að formaður nefndarinnar viki sæti var vísað frá. Sjálf hefur Lilja hins vegar ekki gefið til kynna að henni hafi mislíkað. Enn liggur ekki fyrir hvort og hvenær breytingar verða gerðar í nefndum þingsins en til þess kemur þó örugglega ef breytingar verða á stærð þingflokka á næstu dögum eða vikum. Bergþór Ólason hefur þegar lýst því yfir að ef gera eigi breytingar á formennsku í hans nefnd hljóti að þurfa að taka upp allt samkomulag minnihlutans um nefndaskipan. Minnihlutinn fer með formennsku í tveimur nefndum auk umhverfis- og samgöngunefndar; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd. Skilja mátti orð Bergþórs þannig að Miðflokkur gæti allt eins tekið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi á annað borð að gera breytingar í nefndum. Þar er Helga Vala Helgadóttir fyrir á fleti en hún hefur haft sig mjög í frammi í Klaustursmálinu; annars vegar sem formaður fyrrgreindrar nefndar og hins vegar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær þegar hún lagði til að hinn umdeildi formaður viki sæti í nefndinni. Færi svo að samkomulag minnihlutans um formennsku í nefndum yrði allt tekið upp er hins vegar alls ekki ólíklegt að Samfylking tæki því fagnandi að skipta á formannsembættum við Miðflokkinn. Reykvíkingar yrðu enda eflaust ánægðir að fá Helgu Völu, þingmann Reykjavíkur, í formannssæti samgöngunefndar nú þegar til stendur að lækka opinber framlög til vegasamgangna á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert og fjármagna í staðinn með veggjöldum.Uppfært með yfirlýsingu Fréttablaðsins að neðan:Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem fjallað er um stöðu mála á Alþingi, er hvergi fullyrt að Sigurður Páll Jónsson sé á förum úr Miðflokknum. Fréttablaðið treystir heimildarmönnum sínum. Engu að síður er ljóst, miðað við fullyrðingar Sigurðar Páls í dag, að farið var of geyst í fréttaflutningi af túlkun þeirra á stöðu mála á Alþingi. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Sigurði Páli í gær, bæði símleiðis og í gegnum skilaboð. Þá staðreynd hefði auðvitað átt að taka fram í fréttaflutningi blaðsins. Fréttablaðið biðst velvirðingar á því að það var ekki gert. Í frétt sem þessari, þar sem fjallað er um stöðu einstakra þingmanna, þyrfti sjónarmið viðkomandi að koma fram. Fréttablaðið reyndi að fá þau sjónarmið, án árangurs.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. 29. janúar 2019 20:30
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12