Vilja sitja við borðið er ákvarðanir eru teknar í norðurskautsráðinu Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira