Nóttin var mjög róleg hjá lögreglu að því er segir í fréttaskeyti hennar til fjölmiðla í morgun. Laust fyrir klukkan 23:00 voru tveir einstaklingar handteknir í Garðabæ. Annar er grunaður um líkamsárás en hinn grunaður um að hindra störf lögreglu á vettvangi. Báðir gista nú fangageymslur.
Á svipuðum tíma var ökumaður handtekinn á Seltjarnarnesi vegna gruns um ölvunarakstur en vegfarandi hafði tilkynnt um aksturslag ökumannsins. Bifreið ökumanns reyndist jafnframt vera ótryggð og því voru skráningarmerki fjarlægð.
Reyndi að hindra störf lögreglu
Stefán Ó. Jónsson skrifar
