Manndrápsveður vestanhafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:10 Það er kuldalegt um að litast í Chicago þessa dagana. Getty/Scott Olson Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15