Heilbrigt kynlíf? Teitur Guðmundsson skrifar 31. janúar 2019 07:45 Þetta er býsna erfið spurning og verður að segjast að mat á slíku þarf að miklu leyti að vera einstaklingsbundið. Margir velta fyrir sér praktík, aðrir horfa til sjúkdóma og að sjálfsögðu horfa velflestir til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafnræðisgrundvelli. Þá bendir nýleg þróun til þess að sambönd séu opnari en áður. Þá hlýtur nálgun fólks, þá sérstaklega yngri kynslóðar, að samskiptum í gegnum samfélagsmiðla og snjallforrit að skipta töluvert miklu máli í makavali og hugsanlega kynlífshegðun. Við vitum að á Íslandi byrja unglingar tiltölulega snemma að stunda kynlíf í samanburði við unglinga í öðrum löndum, eða í kringum 15 ára aldur. Þá er það áhyggjuefni að kostnaður við kaup á getnaðarvörn eins og smokknum hindri unglingana í því að nota slíkar sjálfsagðar varnir. Þeir eru feimnir við að biðja um pening fyrir slíku hjá foreldrum sínum og má ljóst vera að of oft eru stunduð kynmök án varna sökum þessa. Ef bólfélagar eru margir eða tíð skipti um slíka er aðgengi að getnaðarvörnum sérstakt áhyggjuefni. Það er ekkert launungarmál að tíðni kynsjúkdóma er hæst í aldurshópnum 15-25 ára og hefur lengi verið svo, alvarlegir sjúkdómar leynast þarna á meðal og geta haft veruleg áhrif á framtíð ungs fólks. Þar nægir að nefna mögulega ófrjósemi hjá konum af völdum klamydíusýkingar, en alvarlegri sjúkdómar eins og HIV og lifrarbólga smitast einnig við kynlíf og geta verið óafturkræfir. Nú til dags sjáum við líka á heimsvísu aukna tíðni lekanda og mun meira af ónæmum sýklum en áður. Fjöldi tilfella af klamydíu á Íslandi er einna hæstur í heimi og er ekki ljóst hvers vegna það er en á síðasta ári greindum við um 1.600 einstaklinga sem er of há tala. Greiningar annarra kynsjúkdóma hafa verið í fréttum undanfarið samanber að ofan og er það áhyggjuefni sömuleiðis. Æskilegt er að allir sem skipta um maka láti skima fyrir þeim og auðvitað ef koma upp einkenni eða grunur. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir en það sem kannski stingur mann mest er að samskipti milli foreldra og unglinga virðast ekki nægjanlega góð, upplýst umræða á heimilinu virðist vera undantekning frekar en regla og þurfum við að finna leið til að breyta því. Í því samfélagi sem við lifum í í dag virðast enn þrífast verulegar ranghugmyndir um nær alla þá þætti sem snúa að kynlífi, kynheilbrigði og mörkum ofbeldis, þrátt fyrir gnótt upplýsingaflæðis á veraldarvefnum og í internetvæddum símum ungmenna nú til dags. Það er því ekki hægt að bera við skorti á möguleikum til að fræðast en mér sem lækni finnst stundum að fræðslan og umræðan snúi fyrst og fremst að ótímabærri þungun og að okkur beri að koma í veg fyrir slíkt. Ósjaldan kemur móðir með dóttur sína til að biðja um pilluna, en hún ver einstaklinginn nákvæmlega ekkert gegn kynsjúkdómi. Nálgunin þarf því í fyrsta lagi að vera að bæta aðgengi að getnaðarvörnum eins og smokkum og skoða þarf kynfræðslu í skóla og endurmeta hana í samvinnu við nemendur og foreldra. Það ætti að skylda foreldri til að taka svipuð námskeið, enda ekkert sem segir til um hæfni foreldra til að miðla upplýsingum í raun, hvað þá heldur að þeirra eigin reynsla sé endilega til þess fallin að geta veitt leiðbeiningu. Við erum því líklega öll sammála að kynlíf er eitthvað stórkostlegt og ef vel tekst til eykur það sjálfstraust, vellíðan og almenna hamingju þeirra sem þess njóta. Því ætti að hvetja til þess en að sama skapi uppfræða um hætturnar. Heilbrigt kynlíf hlýtur að verða mottó okkar allra!Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Teitur Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er býsna erfið spurning og verður að segjast að mat á slíku þarf að miklu leyti að vera einstaklingsbundið. Margir velta fyrir sér praktík, aðrir horfa til sjúkdóma og að sjálfsögðu horfa velflestir til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafnræðisgrundvelli. Þá bendir nýleg þróun til þess að sambönd séu opnari en áður. Þá hlýtur nálgun fólks, þá sérstaklega yngri kynslóðar, að samskiptum í gegnum samfélagsmiðla og snjallforrit að skipta töluvert miklu máli í makavali og hugsanlega kynlífshegðun. Við vitum að á Íslandi byrja unglingar tiltölulega snemma að stunda kynlíf í samanburði við unglinga í öðrum löndum, eða í kringum 15 ára aldur. Þá er það áhyggjuefni að kostnaður við kaup á getnaðarvörn eins og smokknum hindri unglingana í því að nota slíkar sjálfsagðar varnir. Þeir eru feimnir við að biðja um pening fyrir slíku hjá foreldrum sínum og má ljóst vera að of oft eru stunduð kynmök án varna sökum þessa. Ef bólfélagar eru margir eða tíð skipti um slíka er aðgengi að getnaðarvörnum sérstakt áhyggjuefni. Það er ekkert launungarmál að tíðni kynsjúkdóma er hæst í aldurshópnum 15-25 ára og hefur lengi verið svo, alvarlegir sjúkdómar leynast þarna á meðal og geta haft veruleg áhrif á framtíð ungs fólks. Þar nægir að nefna mögulega ófrjósemi hjá konum af völdum klamydíusýkingar, en alvarlegri sjúkdómar eins og HIV og lifrarbólga smitast einnig við kynlíf og geta verið óafturkræfir. Nú til dags sjáum við líka á heimsvísu aukna tíðni lekanda og mun meira af ónæmum sýklum en áður. Fjöldi tilfella af klamydíu á Íslandi er einna hæstur í heimi og er ekki ljóst hvers vegna það er en á síðasta ári greindum við um 1.600 einstaklinga sem er of há tala. Greiningar annarra kynsjúkdóma hafa verið í fréttum undanfarið samanber að ofan og er það áhyggjuefni sömuleiðis. Æskilegt er að allir sem skipta um maka láti skima fyrir þeim og auðvitað ef koma upp einkenni eða grunur. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir en það sem kannski stingur mann mest er að samskipti milli foreldra og unglinga virðast ekki nægjanlega góð, upplýst umræða á heimilinu virðist vera undantekning frekar en regla og þurfum við að finna leið til að breyta því. Í því samfélagi sem við lifum í í dag virðast enn þrífast verulegar ranghugmyndir um nær alla þá þætti sem snúa að kynlífi, kynheilbrigði og mörkum ofbeldis, þrátt fyrir gnótt upplýsingaflæðis á veraldarvefnum og í internetvæddum símum ungmenna nú til dags. Það er því ekki hægt að bera við skorti á möguleikum til að fræðast en mér sem lækni finnst stundum að fræðslan og umræðan snúi fyrst og fremst að ótímabærri þungun og að okkur beri að koma í veg fyrir slíkt. Ósjaldan kemur móðir með dóttur sína til að biðja um pilluna, en hún ver einstaklinginn nákvæmlega ekkert gegn kynsjúkdómi. Nálgunin þarf því í fyrsta lagi að vera að bæta aðgengi að getnaðarvörnum eins og smokkum og skoða þarf kynfræðslu í skóla og endurmeta hana í samvinnu við nemendur og foreldra. Það ætti að skylda foreldri til að taka svipuð námskeið, enda ekkert sem segir til um hæfni foreldra til að miðla upplýsingum í raun, hvað þá heldur að þeirra eigin reynsla sé endilega til þess fallin að geta veitt leiðbeiningu. Við erum því líklega öll sammála að kynlíf er eitthvað stórkostlegt og ef vel tekst til eykur það sjálfstraust, vellíðan og almenna hamingju þeirra sem þess njóta. Því ætti að hvetja til þess en að sama skapi uppfræða um hætturnar. Heilbrigt kynlíf hlýtur að verða mottó okkar allra!Höfundur er læknir
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun