Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 08:34 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Norska lögreglan Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28