Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“ Fangelsismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“
Fangelsismál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira