Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Sjá meira