Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 13:37 Þingmennirnir sem voru gestir á Sprengisandi í dag gagnrýna útfærslu ríkisstjórnarinnar á vegtollum. Vísir/Pjetur Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira