Klám Guðmundur Brynjólfsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun