Stjórnarher Assad heldur því fram að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Fregnir hafa þó borist af mannsfalli hjá stjórnarhernum. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst ellefu manns hafa fallið í árásunum. Þar af minnst fjórir meðlimir stjórnarhersins.
Ísraelsmenn sögðu frá árásunum á Twitter í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þær voru gerðar. Þeir byrjuðu á því að sýna myndband þar sem sjá má eldflaugavarnir Ísrael skjóta niður eldflaugar frá Sýrlandi. Árásirnar voru framkvæmdar bæði með orrustuþotum og eldflaugum.
This is what’s been happening:
On Sunday, Iranian Quds Forces operating in Syria launched a surface-to-surface rocket from Syria aimed at Israel’s Golan Heights. The Iron Dome Aerial Defense System intercepted the rocket. pic.twitter.com/P7yvkpR6An
— Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019
Þá birti herinn myndband af slíkum árásum þar sem sjá má eldflaug lenda á loftvörnum af rússneskri gerð. Þetta er í minnst annað sinn sem Ísraelar hafa grandað slíku loftvarnakerfi.
Talsmaður hersins segir ríkisstjórn Assad hafa verið varaða við árásunum og þeim ráðlagt að skjóta ekki að herþotum Ísrael.
During our strike, dozens of Syrian surface-to-air missiles were launched, despite clear warnings to avoid such fire. In response, we also targeted several of the Syrian Armed Forces' aerial defense batteries. pic.twitter.com/rHxJqqpI9n
— Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019
Ísraelsmenn eru taldir hafa gert fjölmargar árásir á flugvöllinn og segja þeir að vöruskemmur þar séu notaðar til að geyma vopn sem Íran sendir til Hezbollah.
Yfirvöld í Íran hóta reglulega að gereyða Ísrael. Íran hefur stutt við bakið á Assad gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi og hafa umsvif þeirra og Hezbolla, sem Íran styður einnig, aukist til muna í Sýrlandi. Ísraelar segja ekki koma til greina að gera Íran kleift að ná fótfestu í Sýrlandi og hafa gert fjölda árása gegn þeim á undanförnum árum.
Sjaldgæft er að herinn segi frá árásum þessum, eða jafnvel viðurkenni þær. Andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætirsráðherra Ísrael, segja hann hafa opinberað árásirnar og saka hann um að nota herinn í pólitískum tilgangi. Kosningar munu fara fram í Ísrael í apríl.
Fjölmiðlar í Ísrael segja að þó Netayahu hafi nýtt sér árásirnar sé um skilaboð til Íran og Rússlands að ræða. Að árásir á Ísrael verði ekki liðnar og að Ísraelsmenn muni ekki hika við að svara þeim af miklu afli.
By firing towards Israeli civilians, Iran once again proved that it is attempting to entrench itself in Syria, endangering the State of Israel & regional stability.
— Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019
We will continue operating determinedly to thwart these attempts. pic.twitter.com/RBHWeBH7FW