Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:09 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni telur að reyndir glæpamenn hafi staðið að mannráninu í Lørenskógi þann 31. október í fyrra, þegar Anne Elisabeth Falkevik-Hagen var rænt af heimili sínu. Þá horfir hann einkum til glæpasamtaka frá Balkanríkjunum. Fyrst var greint frá hvarfi Anne Elisabeth, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs, í byrjun janúar, tíu vikum eftir að henni var rænt. Ekkert hefur spurst til hennar síðan en lögregla hefur engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin.Bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. Hann byggir kenningar sínar m.a. á því hversu langur tími leið frá því að henni var rænt og þangað til að lögregla tilkynnti um mannránið. Þá nefnir hann einnig skort á sönnunargögnum máli sínu til stuðnings. „Þetta eru fagmenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og aðferðunum sem lögregla hefur beitt við rannsókn málsins,“ segir Kaldager. Þá leiðir hann að því líkum að ræningjarnir tengist glæpagengjum af Balkanskaganum.„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar til að finna tengsl við slík samtök í Balkanríkjunum. Þau hafa bolmagn og þjálfun úr borgarastyrjöldinni. Mannrán voru ekki óalgeng á Balkanskaganum í borgarastyrjöldinni.“Sjá einnig: Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Þá segir Kaldager að þrátt fyrir að lögregla hafi hert landamæraeftirlit í Noregi í kjölfar mannránsins sé líklegt að ræningjarnir hafi komist óáreittir úr landi, til dæmis til Svíþjóðar.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Talið er að ráðist hafi verið á Anne Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu.EPA/Vidar RuudSífellt fleiri heimta rafmynt í lausnargjald Áður hefur komið fram að ræningjarnir skildu eftir bréf í húsi Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Í bréfinu var að finna líflátshótanir í garð Anne Elisabeth og þá var einnig farið fram á milljónalausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í grein NRK er vitnað í niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins Control Risks sem birt var í fyrrasumar. Þar kemur fram að mannrán, þar sem ræningjarnir heimta rafmynt í lausnargjald, færast sífellt í aukana. Tilkynnt var um eitt slíkt rán á mánuði á liðnu ári, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Norska lögreglan hefur fengið yfir þúsund ábendingar vegna málsins frá því að fyrst var fjallað um rannsóknina í byrjun janúar. Enn er leitað að mönnum sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan skrifstofu Tom Hagen daginn sem Anne Elisabeth hvarf. Þá hefur lögregla í Noregi notið aðstoðar bandarísku alríkislögreglunnar FBI og fleiri alþjóðlegra stofnana við rannsókn málsins.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54