Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Jóhann Helgason telur að lagið You Raise Me Up frá 2002 sé stuldur á lagi hans Söknuði frá 1977. Málaferli verða í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira