Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 09:07 Emiliano Sala var nýverið keyptur til Cardiff. Getty/Cardiff City FC Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019 Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira