Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot.
Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum.
Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum.
Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%).
Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla.
Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna.
Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum.
Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.

Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum)
Króatía - 5. sæti
Danmörk - 2. sæti
Egyptaland - 4. sæti
Spánn - 6. sæti
Frakkland - 4. sæti
Þýskaland - 4. sæti
Ungverjaland - 4. sæti
Ísland - 1. sæti
Noregur - 6. sæti
Svíþjóð - 6. sæti
Túnis - 6. sæti
Langskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019:
Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum)
Króatía - 1. sæti
Danmörk - 1. sæti
Egyptaland - 2. sæti
Spánn - 1. sæti
Frakkland - 1. sæti
Þýskaland - 1. sæti
Ungverjaland - 1. sæti
Ísland - 3. sæti
Noregur - 1. sæti
Svíþjóð - 1. sæti
Túnis - 1. sæti
Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:
Brasilía
1. Langskot 40%
2. Horn 36%
3. Lína 31%
Króatía
1. Langskot 49%
2. Horn 42%
3. Lína 34%
Danmörk
1. Langskot 47%
2. Vítaskot 38%
3. Horn 38%
Egyptaland
1. Horn 44%
2. Langskot 39%
3. Lína 25%
Spánn
1. Langskot 51%
2. Lína 32%
3. Horn 29%
Frakkland
1. Langskot 43%
2. Gegnumbrot 40%
3. Horn 38%
Þýskaland
1. Langskot 51%
2. Lína 36%
3. Horn 26%
Ungverjaland
1. Langskot 53%
2. Lína 29%
3. Horn 23%
Ísland
1. Vítaskot 41%
2. Horn 40%
3. Langskot 39%
Noregur
1. Langskot 51%
2. Horn 34%
3. Lína 32%
Svíþjóð
1. Langskot 55%
2. Horn 43%
3. Lína 36%
Túnis
1. Langskot 42%
2. Horn 39%
3. Gegnumbrot 24%

- Fyrsta sæti -
Langskot hjá 10 þjóðum
Horn hjá 1 þjóð
Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)
- Annað sætið -
Horn hjá 6 þjóðum (Ísland)
Lína hjá 3 þjóðum
Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland)
Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland)
Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)
- Þriðja sætið -
Lína hjá 5 þjóðum
Horn hjá 5 þjóðum
Langskot hjá 1 þjóð (Ísland)
Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)
- Á topp þrjú-
Langskot hjá 12 þjóðum
Horn hjá 12 þjóðum
Lína hjá 8 þjóðum
Gegnumbrot hjá 2 þjóðum
Vítaskot hjá 2 þjóðum

