Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. Getty/TF-Images Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira