Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD? Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:21 ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun