Microsoft varar við Daily Mail í vefvafra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 20:12 Snjalltækjaútgáfa Edge-vafrans er nú með viðbót sem á að reyna að stemma stigu við útbreiðslu falsfrétta. Vísir/Getty Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni. Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni.
Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent