Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 22:40 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Kristinn Ólafsson Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01