Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 17:32 Agnes Callamard er franskur sérfræðingur í mannréttindamálum og rannsakar ólöglegar aftökur fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra. Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra.
Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55