„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 19:00 Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Fjölmiðlar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent