Spilaði leik í undankeppni HM með bleyju og sagði frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:00 Frá landsleik Singapúr og Íran. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira