Spilaði leik í undankeppni HM með bleyju og sagði frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:00 Frá landsleik Singapúr og Íran. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira