Katrín Tanja fékk Wild card boðsæti á „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótið sem fer fram seinna í þessari viku en þetta er fjórða CrossFit mótið sem gefur einn farseðil á heimsleikana í CrossFit 2019.
Þrjár konur hafa þegar tryggt sig inn á heimsleikana. Samantha Briggs gerði það á CrossFit mótinu í Dúbaí í desember, Tia-Clair Toomey gerði það á í Miami um þar síðustu helgi og Madeline Sturt gerði það á ástralska CrossFit mótinu um helgina með því að ná öðru sætinu á eftir Samönthu Briggs.
Þetta eru fyrstu heimsleikarnir þar sem svæðakeppnin er ekki við lýði heldur fengu fimmtán CrossFit mót að taka að sér að vera undankeppni fyrir heimsleikana. Eitt sæti er í boði á heimsleikana á þeim öllum en eitt mótanna fer fram á Íslandi í maí.
Mótshaldarar á „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótinu hafa verið að kynna stjörnur mótsins til leiks og þar á meðal þær fimm CrossFit konur sem eru líklegastar til afreka á mótinu.
Katrín Tanja er þar nefnd til leiks og gott betur því henni er spáð sigri á mótinu. Katrín Tanja mun því fá þarna frábært tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum fyrst íslenskra CrossFit keppenda.
Spáin er annars þannig:
1. Katrín Tanja Davíðsdóttir
2. Alessandra Pichelli
3. Mia Akerlund
4. Michelle Merand
5. Courtney Haley
6. Chelsea Hughes
7. Constanza Cabrera
8. Simone Arthur
9. Dina Swift
10. Lindsey Valenzuela
Hér fyrir neðan má sjá vísun í þessa fróðlegu grein á Instagram síðu mótsins.
"5 Women to watch in Cape Town" - read up in our news section on our webpage! --- 'It’s going to be an international affair for the women in South Africa this year. The top six qualifiers after the online competition represent six separate countries. In the end though, only one of them can earn an invitation to the 2019 CrossFit Games. These are the five women who are most likely to be able to do so...' --- This article is written by @coachbrianfriend and is the first out of 3, the next couple of days he covers the Men & Teams as well. Stay tuned. #crossfit #crossfitgames #fict #sanctionals #roadtothegames #fittestincapetown #fittestinafricaView this post on Instagram
A post shared by Fittest in Cape Town (@fittestincapetown) on Jan 24, 2019 at 11:06pm PST