Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/Getty Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur. Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur.
Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira