Staða vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi Guðjóns S. Brjánsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Mikið umrót hefur einkennt stöðuna í alþjóðamálum á undanförnum árum. Við förum ekki varhluta af því hér á okkar norðlægu slóðum, hvort sem litið er til sviptivinda í alþjóðastjórnmálum eða afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum breytingum og leggja okkur fram við að skilja þær og geta brugðist við þeim. Í þessari viku gefst okkur kærkomið tækifæri til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem að þessu sinni fer fram á suðvesturhorni Íslands.Margt sem sameinar Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Það kemur saman tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráðstefnu og til ársfundar í haustbyrjun. Samstarfið er okkur öllum mjög mikilvægt. Margt er það sem sameinar okkur en ýmislegt er líka ólíkt milli landanna. Á morgun, miðvikudag boðar Vestnorræna ráðið, ásamt samstarfsaðilum, til þemaráðstefnu í Norræna húsinu þar sem allir eru velkomnir. Þar ætlum við að ræða stöðu vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi alþjóðastjórnmála. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar á svæðinu og velta umræðuefninu fyrir sér. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Vestnorræna ráðsins, vestnordisk.is. Upptaktur frekari umræðna Við búumst ekki við neinni lokaniðurstöðu á morgun, miklu heldur að ráðstefnan verði upptaktur frekari umræðna í samfélögum okkar. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu og átta okkur á því hvernig við saman getum eflt samstarfið og styrkt stöðu ríkjanna þriggja í breyttum heimi.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mikið umrót hefur einkennt stöðuna í alþjóðamálum á undanförnum árum. Við förum ekki varhluta af því hér á okkar norðlægu slóðum, hvort sem litið er til sviptivinda í alþjóðastjórnmálum eða afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum breytingum og leggja okkur fram við að skilja þær og geta brugðist við þeim. Í þessari viku gefst okkur kærkomið tækifæri til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem að þessu sinni fer fram á suðvesturhorni Íslands.Margt sem sameinar Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Það kemur saman tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráðstefnu og til ársfundar í haustbyrjun. Samstarfið er okkur öllum mjög mikilvægt. Margt er það sem sameinar okkur en ýmislegt er líka ólíkt milli landanna. Á morgun, miðvikudag boðar Vestnorræna ráðið, ásamt samstarfsaðilum, til þemaráðstefnu í Norræna húsinu þar sem allir eru velkomnir. Þar ætlum við að ræða stöðu vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi alþjóðastjórnmála. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar á svæðinu og velta umræðuefninu fyrir sér. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Vestnorræna ráðsins, vestnordisk.is. Upptaktur frekari umræðna Við búumst ekki við neinni lokaniðurstöðu á morgun, miklu heldur að ráðstefnan verði upptaktur frekari umræðna í samfélögum okkar. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu og átta okkur á því hvernig við saman getum eflt samstarfið og styrkt stöðu ríkjanna þriggja í breyttum heimi.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar