Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 06:00 Guðmundur R. Guðlaugsson glímir enn við afleiðingar gæslunnar á lögreglustöðinni við Hlemm. Fréttablaðið/Stefán „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ segir Guðmundur R. Guðlaugsson sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu sem beindust að honum að ósekju við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans fyrir tæpum áratug. Hann krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Árið 2017 voru Guðmundi dæmdar tvær milljónir í miskabætur vegna málsins, annars vegar vegna þvingunarráðstafana sem beindust að honum vegna afbrota sem sonur hans var grunaður um. Sími Guðmundar var hleraður, gerð var húsleit á heimili hans, í geymslu og bankahólfi hans án lagaheimildar Þá voru honum dæmdar bætur sérstaklega vegna vanvirðandi meðferðar sem hann mátti þola við óviðunandi aðstæður í gæsluvarðhaldi og einangrun í meira en 10 sólarhringa á lögreglustöðinni við Hlemm. Var meðferðin talin í andstöðu við 68. gr. stjórnarskrárinnar sem á að tryggja vernd gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð og refsingu. Málið sem Guðmundur rekur nú gegn ríkinu varðar atvinnumissi hans í kjölfar lögregluaðgerðanna en fimm dögum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu árið 2010 gerði vinnuveitandi hans starfslokasamning við hann. Guðmundur er menntaður kjötiðnaðarmaður og rekstrarfræðingur og gegndi stjórnendastöðu hjá framleiðslufyrirtæki þegar ósköpin dundu yfir. Hann hefur verið frá vinnu síðan. Í vottorðum sálfræðings og sálfræðilæknis, sem lögð voru fram í fyrrnefndu bótamáli, kemur fram að einkenni sem Guðmundur sýni bendi til að hann þjáist af aðlögunarröskun sem rekja megi til gæsluvarðhaldsins. Að áliti dómkvaddra yfirmatsmanna frá nóvember 2015 þróaði Guðmundur með sér áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðanna sem hann glími enn við. Sjúkrasaga hans bendi til þess að hann hafi verið viðkvæmur fyrir þó svo að eðli áfallsins og afleiðingar hafi skipt máli fyrir þróun á langvinnri röskun. Þrátt fyrir að meðferð á Reykjalundi hafi skilað nokkrum árangri séu ekki líkur til þess að stefnandi snúi aftur til starfa á almennum vinnumarkaði. Munnlegur málflutningur í málinu er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ segir Guðmundur R. Guðlaugsson sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu sem beindust að honum að ósekju við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans fyrir tæpum áratug. Hann krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Árið 2017 voru Guðmundi dæmdar tvær milljónir í miskabætur vegna málsins, annars vegar vegna þvingunarráðstafana sem beindust að honum vegna afbrota sem sonur hans var grunaður um. Sími Guðmundar var hleraður, gerð var húsleit á heimili hans, í geymslu og bankahólfi hans án lagaheimildar Þá voru honum dæmdar bætur sérstaklega vegna vanvirðandi meðferðar sem hann mátti þola við óviðunandi aðstæður í gæsluvarðhaldi og einangrun í meira en 10 sólarhringa á lögreglustöðinni við Hlemm. Var meðferðin talin í andstöðu við 68. gr. stjórnarskrárinnar sem á að tryggja vernd gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð og refsingu. Málið sem Guðmundur rekur nú gegn ríkinu varðar atvinnumissi hans í kjölfar lögregluaðgerðanna en fimm dögum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu árið 2010 gerði vinnuveitandi hans starfslokasamning við hann. Guðmundur er menntaður kjötiðnaðarmaður og rekstrarfræðingur og gegndi stjórnendastöðu hjá framleiðslufyrirtæki þegar ósköpin dundu yfir. Hann hefur verið frá vinnu síðan. Í vottorðum sálfræðings og sálfræðilæknis, sem lögð voru fram í fyrrnefndu bótamáli, kemur fram að einkenni sem Guðmundur sýni bendi til að hann þjáist af aðlögunarröskun sem rekja megi til gæsluvarðhaldsins. Að áliti dómkvaddra yfirmatsmanna frá nóvember 2015 þróaði Guðmundur með sér áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðanna sem hann glími enn við. Sjúkrasaga hans bendi til þess að hann hafi verið viðkvæmur fyrir þó svo að eðli áfallsins og afleiðingar hafi skipt máli fyrir þróun á langvinnri röskun. Þrátt fyrir að meðferð á Reykjalundi hafi skilað nokkrum árangri séu ekki líkur til þess að stefnandi snúi aftur til starfa á almennum vinnumarkaði. Munnlegur málflutningur í málinu er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira