Í dag er einnig útlit fyrir að það verði ansi kalt en þó bjart á höfuðborgarsvæðinu með átta stiga frosti en heiðskíru veðri á hádegi. Fyrir norðan er spáð lítils háttar snjókomu og frosti í kringum fjögur stig.
Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að norðanáttin verði ríkjandi fram að helgi þar sem það verði kalt í veðri en ekkert sérstaklega hvasst. Snjókoma eða él verða á norðanverðu landinu en bjart sunnan heiða.
Í dag má reyndar búast við 10 til 18 metrum á sekúndu á Vestfjörðum sem og suðaustan til á landinu en annars hægari vindur. Víða él en léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi.
Veðurhorfur á landinu:
Norðlæg átt, 10-18 m/s á Vestfjörðum og SA-til, annars hægari. Víða él, en léttskýjað á S- og SV-landi. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum. Norðan 8-13 á morgun og heldur hvassara SA-lands. Él um landið norðanvert, en léttskýjað syðra. Áfram kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Él um N-vert landið, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 og éljagangur, en þurrt og bjart veður S-til á landinu. Kalt áfram.
Á föstudag:
Norðanátt og él N-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Talsvert frost.
Á laugardag:
Breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar él við ströndina. Kalt í veðri.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en stöku él N-lands. Minnkandi frost.