Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov þurfa ekki að sitja fyrir svörum hjá íþróttasambandi Nevada í dag þar sem þeir hafa náð samkomulagi við sambandið.
Báðir bardagakappar hafa verið í banni síðan að þeir börðust þann 6. október á síðasta ári. Þá varð fjandinn laus eftir að Khabib hafði pakkað Conor saman í fjórum lotum og slagsmál brutust út.
Ekki er búið að gefa út hvernig samkomulagið er en fimm manna nefnd mun taka samkomulagið fyrir og álykta hvort rétt sé að ganga að því eður ei.
Tveir af félögum Khabib voru einnig kærðir fyrir sinn þátt í látunum og þeir hafa einnig náð samkomulagi. Það kemur í ljós í kvöld í hverju það samkomulag er fólgið.
Conor og Khabib hafa náð samkomulagi við íþróttasamband Nevada

Tengdar fréttir

Báðir settir í stutt keppnisbann og Khabib hótar að hætta
Khabib Nurmagomedov segist hætta ef liðsfélagi hans verður bannaður frá UFC.

Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt
Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni.

Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum
Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin.

Sjáðu bardagann umtalaða milli Conor og Khabib í heild sinni
Khabib Nurmagodenov lagði Conor McGregor að velli í ansi umtöluðum bardaga.

Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum
UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor.