Sport

Conor og Khabib hafa náð samkomulagi við íþróttasamband Nevada

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib örskömmu áður en allt varð vitlaust.
Khabib örskömmu áður en allt varð vitlaust. vísir/getty
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov þurfa ekki að sitja fyrir svörum hjá íþróttasambandi Nevada í dag þar sem þeir hafa náð samkomulagi við sambandið.

Báðir bardagakappar hafa verið í banni síðan að þeir börðust þann 6. október á síðasta ári. Þá varð fjandinn laus eftir að Khabib hafði pakkað Conor saman í fjórum lotum og slagsmál brutust út.

Ekki er búið að gefa út hvernig samkomulagið er en fimm manna nefnd mun taka samkomulagið fyrir og álykta hvort rétt sé að ganga að því eður ei.

Tveir af félögum Khabib voru einnig kærðir fyrir sinn þátt í látunum og þeir hafa einnig náð samkomulagi. Það kemur í ljós í kvöld í hverju það samkomulag er fólgið.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×