Færist í aukana að stríðandi fylkingar virði rétt barna að vettugi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2019 19:00 UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“ Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00
Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30
Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15
Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15
Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45