Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2019 20:30 Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30