Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira