Sýrlendingum stefnt norður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. janúar 2019 08:15 Sveitarstjórn Blönduóss með Valdimari O. Hermannssyni sveitarstjóra sem er fjórði frá vinstri. Húsnæðisskortur er nú í sveitarfélaginu. Mynd/Blönduósbær „Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
„Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira