Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans.
Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.
“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg
— CNN (@CNN) January 12, 2019
Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð.