Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 18:35 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira