Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 19:30 Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53