Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslenska liðsins, fer fyrir stuðinu og er heldur betur að fá erlenda stuðningsmenn á sitt band en ungir strákar frá Þýskalandi og Brasilíu biðu í röðum eftir að fá íslensku fánalitina á kinnina.
Sérsveitin söng og dansaði og hoppaði með svo miklum látum að eftir því var tekið og um það var talað en stuðningsmenn annarra liða stoppuðu við Bjórgarðinn og stóðu stjarfir að fylgjast með íslensku stemningunni.
Sumir reyndar gengu reyndar lengra og vildu taka þátt sem var ekkert nema velkomið og fóru þeir að dansa með Sérsveitinni.
Sigurður Már Davíðsson, myndatökumaður Vísis og Stöðvar 2, tók saman skemmtilegt myndband frá stemningunni sem er að magnast í Höllinni en það má sjá hér að neðan ásamt myndum af fjörinu.






