ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 22:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti fengið gálgafrest, haldi hún sæti sínu. Getty/Pier Marco Tacca Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira