Vonast til þess að saga sín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:15 Rahaf var í viðtali á ABC Australia. vísir/vilhelm Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“ Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“
Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37