Hallur Hallsson sækir um hjá Eflingu Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 13:17 Hallur hefur óvænt stigið fram sem stuðningsmaður Eflingar og hefur sótt um stöðu kynningarstjóra. Milli hans og Önnu Sólveigar er félagi Halls, Jón Kristinn Snæhólm úr þættinum Hrafnaþing. fbl/brink/visir/jbg Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent