Family Guy hverfur frá bröndurum um hinsegin fólk Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 13:30 Griffin-fjölskyldan hefur notið mikilla vinsælda undanfarna tvo áratugi. IMDB Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu. Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu.
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira