Minnsti hagvöxtur í Þýskalandi í fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 13:54 Úr verksmiðju Porsche í Leipzig, en minni bílakaup Þjóðverja eru meðal annars sögð hafa áhrif á hagvöxt þar í landi. Getty/Marco Prosch Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu. Þýskaland Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu.
Þýskaland Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira