Minnsti hagvöxtur í Þýskalandi í fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 13:54 Úr verksmiðju Porsche í Leipzig, en minni bílakaup Þjóðverja eru meðal annars sögð hafa áhrif á hagvöxt þar í landi. Getty/Marco Prosch Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu. Þýskaland Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu.
Þýskaland Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira