Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira